fimmtudagur, janúar 26, 2006

Ljufa lif ljufa lif!!

Jæja, nu er enn einni kritikinni lokid. Gekk bara heldur illa, svona alla vega midad vid venjulega. Var fyrstur og stressadist svo upp ad eg gleymdi øllu sem eg var buinn ad undirbua og tapadi nidur dønskukunnattunni i tokkabot. Tannig er nu bara lifid, ekki bara dans a rosum eins og teir segja.

Anna arkitektanemi kom i heimsokn i dag fra Århus og vorum vid nørdin ad sopa bjor og teikna perspektiv myndir og diagrøm. Tad sem lifid getur verid ljuft stundum.

Er ad klara heimavinnuna fyrir morgundaginn i tessum tøludu, teikna senu ur uppahalds myndinni minni, nattla STAR WARS! Logi geimgengill minn madur.

Svo fer morgundagurinn i turista skodunarferdir a milli tima. Ef tad gengur upp tvi strætobilstjorarnir eru i verkfalli ut af ofærd! Adurnefnd ofærd er 10 cm føl. En tad er vandlifad i tessum heimi.

Kved i bili, verd ad læra,

Ha'det bra.

laugardagur, janúar 21, 2006

Christian Valdemar Henri John

Já það er sko allt á öðrum endanum í danaveldi þessa daganna.

Hér er aftakaveður og liggja niðri flug og lestarsamgöngur, lokað yfir brúnnar til Svíþjóðar, fólk beðið um að fara ekki út að óþörfu og svo toppaði fyrirsögnin í Berlingske allt: "Snjór, gaman fyrir litla fólkið en STÓR hættulegur".

Þetta kemur vitlausum íslending doldið spánskt fyrir sjónir þar sem það er bara 10 cm snjólag. Og það var enginn stormur bara jólasnjór, en samt er allt í klessu.

Verðandi konungur okkar dana var að skíra frumburðinn í beinni áðan, nafnið fékk að vera í fyrirsögninni, og er ekki þverfótað fyrir konungbornum höfðingjum í bænum.

"Aftaka veðrið" setti samt strik í reikninginn þegar norska konge familien gat ekki flogið í gær og þurfti að eyða heilum 6 tímum í lest til að koma niðreftir. Það sem á þetta lið er lagt.

Hér keyra strætóar um með fána og bláar blöðrur, fólk fjölmennir niðrað kirkjunni til að veifa, (hefði sosum skellt mér, Frikki bauð mér, en skólinn gengur fyrir!), og svo er stanslaus 19 klst. bein útsending á Rúv hér sem byrjaði 7 í morgun. Missti aðeins þarna framan af en kom sterkur inn í faðir vorið uppúr ellefu. Svo þegar athöfninni lauk var klukkutíma eytt í að horfa á bílanna keyra frá kirkjunni niðrí höll. Danska hofið á sem sagt 3 Merzedes 900, 2 gamla Daymler, 1 60 ára Rolls, 5 Volvo limmóa og leigðu svo nokkra Peugota (Pusjóa). Bara svona ef þið voruð að velta því fyrir ykkur hvernig þau voru ferjuð á milli staða. Svo til að snúa á terorristana þá var ekki gefin upp ökuleiðin í kirkjunna sem er gott og gilt, nema það eru bara TVÆR leiðir til að fara. Hver sér við því?

fimmtudagur, janúar 19, 2006

#$%&/"$%"!$$#"!?*

VEIT EKKI; GET EKKI ; SKIL EKKI.

Þetta eru einkunnaorð vikunnar og eru í heiðri haldin af undirrituðum. Gersamlega búið að skrúfa fyrir sköpunargáfuna og þröngsýni og afturhaldssemi einkenna skapið og sköpunina.

Ég þoli ekki hvað mér finnst allir vera miklu betri en ég, það er aldrei sagt "hei flott hjá þér, þú mátt bara fara heim í dag" heldur er tussast í manni fram í rauðann dauðann til að kreista úr manni einhvura snilldina ugglaust en ég get nú ekki sagt að það sé oftast niðurstaðan.

Maður er eins og leiklistarAUMINGJARNIR (eru þeir ekki annars kallaðir það?) sem lifa fyrir hrós en brotna saman þegar út á eitthvað er sett. Hér eru engar einkunnir sem maður getur flassað til að monta sig eða eytt til að fela lélega árangur heldur hangir maður bara í lausu lofti í heilu mánuðina af ótta við að falla út út skóla.

Það er ekki furða að maður sé bara 40 kíló í þessum aðstæðum.

En þetta var bara svona "wining and bitchin" dagsins og nú er allt orðið betra.

Og til að starta jákvæðninni þá eiga allir að gefa einhverjum vini sínum einkunn fyrir eitthvað sem hann gerir vel eða einkennir hans karakter eða eihv sjóleiðis, ok?

Jakob fær 10 (af 10 mögul.) fyrir að helga sig skíða íþróttinni í að verða 10 ár og vera enn að. Hver getur sagts enn vera að æfa þá íþrótt sem hann gerði fyrir 10 árum?

Og nú komið að ykkur, gefa stig, ekki mér enda ég ekki hér að betla hrós heldur bara einhverjum sem á ekki von á því.

kærlig hilsen
Knut Hendrik Larsen

mánudagur, janúar 16, 2006

Huumm, huumm....

Við hér á ritstjórninni sem sögðum ekki upp sendum hugheilar árnaðaróskir og lærdómsstrauma til Guggu Bjögga læknanema sem er í 6 klst prófi þessa stundina og var orðin veik af oflærdómi síðast þegar ég vissi. Gó Gugga, jú ken dú it!

Atli fær seina afmæliskveðju (betra seint en aldrei). Hún Heiðrún hugsaði fyrir kallinum og gaf mér dagatal með öllum helstu afmælisdögunum á svo mar sé nú ekki að hrekja frá sér fleiri vini en þarft er. Málið ég tók bara ekki eftir því strax heldur horfið bara á þessar fínu myndir sem dagatalið prýða.

Svona helstu viðburðir seinustu daga (nenni nú ekki að þreyta ykkur með leiðinlegum lærdómssögum) eru að á föstudaginn dró ég Bó með mér á sýningu í skólanum (svona til að gefa Guggu breik:) ) en þó aðalega til að monta mig því ég átti módel á sýningunni og var svona líka úber stoltur af því. Svo til að slá botn í góðan föstudag, því ekki nóg með að ég væri með módel á sýningu líkt og fínn listamaður þá var Bó að landa nýrri vinnu sem er víst voða kúl, og kíktum við náttla á fyrsta fredagsbar eftir jólafrí sem var mjög flottur og skemmtilegur.

Svo get ég krotað yfir eitt fleira item á "what to do in Copenhagen" þegar ég fór í partý með innfæddum. Engir íslendingar, bara danir og let me tell you þeir eru alveg jafn snar vitlausir og við þannig engin minnimáttarkennd lengur.
Verð nú reyndar að segja að ég er mun fljótari að fylla út listann "What NOT to do in Copenhagen,(or in Kofinn if there is a depressed teenage girl sitting in a sofa)" en það er nú önnur saga eins og kellingin sagði.

Minn kæri meðleigjandi er búinn að fá nóg af mér og notar hvert tækifæri til að fara í burt. Fór heim á fimmtudagskvöld til Íslands, kom í gær og fór út í nótt til LA.
Sannig ha e pahy ha mé núna!

En hef það ekki lengra í bili, hef fengið nokkur komment á of langar orðræður hér á þessari síðu þannig þetta er mín viðleitni til að koma til móts við lesendur og hætta bara áður en ég verð leiðinlegur.

Ha det bra!

miðvikudagur, janúar 11, 2006

Nu er manni misbodid!

Eg segi nu bara eins og Tinna min, nu er mer øllum lokid. Tid sem fylgist med umrædunni heima hafid ørugglega ordid var vid tetta en DV gekk of langt i gær.

Teim sem eru sama sinnis bid eg innilega um ad taka tatt i undirskriftasøfnun til ad fa DV til ad breyta ritstjornar stefnu sinni.

http://www.deiglan.com/askorun/

Ad henni standa deiglan, og fl. politiskar sidur sem og allir listarnir i Haskolanum og feløg ungra politikusa ur øllum flokkunum.

Tetta a ekki ad vidgangast.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

Bbbrrrrrrr....

Hver splæsir i solarlandaferd handa fatækum namsmanni? Jeg trui tvi ad vera i sol og hita i viku eda svo myndi na ur mer hrollinum.

med kvedju,
Norm som er så koldt at han er ved at gå ga ga!

mánudagur, janúar 09, 2006

Í háskóla er gaman.....

Nenni nú ekki að segja margt enda enginn að lesa. Allir enn í fríi nema ég!
Kom á miðvikudaginn og varð veikur sama dag og lá bara næstu daga. Missti af skólanum sem sagt í heila viku og er því að rembast eins og rjúpa við staur að komast í gegnum námsefnið.

Það var mjög næs heima um jólin, snéri við sólarhringnum reyndar og á í mesta basli við að rétta mig við aftur.

Allir þeir sem ég náði ekki að hitta biðst ég innilega velvirðingar og vona að það takist fljótlega. T.d. ef fólk sér sér fært að kigge paa besög her til Köben. Ég veit ekki einu sinni hvort ég slepp heim í páskafrí.

En annars frá fáu að deila nema hvað að hér er sól í dag og mér fannst eins og ég væri á Spáni en frosið horið á vanga mér kippti mér fljótlega úr þeim draumaheimi.

Med venlig hilsen,
Arnoldo