þriðjudagur, ágúst 30, 2005

Er a lifi!

Jæja, ta kemst madur loks i tolvu! Eg veit ekki hvar a ad byrja tvi tad er mikid buid ad gerast. Byrjum samt fyrst ad oska Runari og Laufeyju til hamingju en tau eru i astarferd ut a Italiu og trulofudu sig a toppi parisarhjols! Var bara ad sja postinn minn tannig tetta eru nyjar frettir fyrir mig. En annars er skolinn ekki byrjadur heldur er bara enn "busun" sem gengur ut a ad allir drekki eins mikinn bjor og møgulega hægt er (og nattla til ad kynnast). Vorum i tveggja daga ferd ut i rassgati og var a rassgatinu allan timann!!! Tek fram tetta er alveg gegn vilja manns en tetta er neytt ofan i mann. Hver vill bjor klukkan 11 a morgnanna?? Skil miklu meira heldur en eg get talad i dønskunni, en tok tann pol i hædina ad tala ekki ensku og hef stadid vid tad ad mestu. Enda eftir 3 øl ta er tetta bara fluent.

Fæ ekki ibudina fyrr en 7 sept, tannig vid Haukur erum a gistiheimili tessa dagana.

En nu verd eg ad fara i skolann ad gera pizzu sem getur flotid yfir canalinn til operunnar!!! Belive you me skil ekki meira i tessu en tid.

En tangad til næst, kvedjur fra Tuborg (Carlsberg samt betri)

sunnudagur, ágúst 21, 2005

Í sveitasælunni

Er þessa stundina heima í sveitasælunni fyrir vestan, þar sem maður sefur út, borðar kornflexkökur í morgunmat, pönnukökur í hádegisverð, jólasteik í kvöldmat og dottar yfir sjónvarpinu með fullan maga og hamingjubros á vör. Gæti vanist þessu, en það á ekki fyrir mér að liggja því ég fer suður seinnipartinn í dag þar sem bíður mín purursteik úr nýja ofninum hans Svans frænda. Þannig það verða ekki erfið skipti en hinsvegar á morgun þarf ég að gera ALLT sem ég á eftir að gera áður en ég fer úr landi. Ekki beint að nenna því en what can you do!?! En reikna ekki með að blogga neitt fyrr en ég er kominn út þannig hér með kveð ég mitt ylhýra fósturland! Goodbye!!!

miðvikudagur, ágúst 17, 2005

hóst hóst, snurr, hnerr!!!!

Jæja, gleðin er mikil þessa dagana. Er búinn að liggja veikur í allan dag eins og hálft starfslið Hótel Eddu. Það er ógeðslega leiðinlegt að vera veikur, allavega ef maður er svona óþolinmóður eins og ég.

Í dag er vika þar til ég yfirgef skerið góða og það eru engar ýkjur að segja að ég er orðinn soldið spenntur. Samt leiðinlegt að kveðja alla, shit. Kvaddi Heiðrúnu og Mæju á Laugum á sunnudag og það var ekki gaman. Svo á ég eftir að kveðja alla hér á Akureyri, því næst á Flateyri og að lokum í Reykjavík. Ég verð búinn á því í vélinni út. Til allrar lukku get ég grenjað í Hauki sem er svo óheppinn að vera í sömu vél og ég.

laugardagur, ágúst 13, 2005



Jæja þetta er central Tuborg. Svarti hringurinn er miðja Striksins. Rauði er íbúðin mín. Blái er skólinn, ca 800 metrar, og það besta guli hringurinn er Kristjanía. Ca 20 metrar að fara þangað. Æi leiðinlegt. Þetta verður náttla píslarganga ganga því ég þarf að velja hvern morgun hvort er það hinn mjói vegur dyggðarinnar (skólinn) eða hinn breiði vegur til glötunar (Kristjanía). Sjáum til þegar á líður.

Soooooorrrrýýýý!!!!



Hér með er gefinn út afsökunarbeiðni til Tinnu Mjallar Karlsdóttur (fagra meyjan til hægri, ekki það að hin sé síðri) Þessi elska sem þoldi það að búa með mér í 2 heil ár og ber þess ekki teljandi bætur gerði sér ferð til að hitta mig á Ak í dag! Hvar var ég? Nú bara sofandi. Var búið að plana þetta? Já. Mundi ég eftir því? Nei!

Hún blessunin sem reyndi að hringja og boða aföll (ég sofandi með slökkt á síma) ákvað því að koma því ég hlyti nú að vera bíða. Mætir hún á svæðið til þess eins að fara aftur því ég enn sofandi með slökkt á síma! (tekur bæ ðö vei klukkutíma til að fara aðra leið!!)

Haldið ekki að maður sé góður vinur, ha?

Hvað get ég gert til að bæta henni blessuninn þetta upp?

Minn maður



Vonarstjarna íslenskrar skíðagöngu hann Jakob Einar hefur verið valinn í landslið Íslands fyrir Ólympíuleikana í Torrion á Ítalíu næsta vetur. Óska ég honum frænda mínum innilega til hamingju með þennan árangur og vonast ég til að geta skellt mér þangað niðreftir til að berja hann augum við keppni. Áhugasamir geta haft samb. við SPVF á Flateyri og lagt inn á reikning minn til styrktar ferðinni og lofa ég að öskra hátt til að styðja okkar mann! Heja Island, heja Jákub!!

fimmtudagur, ágúst 11, 2005




Aaha ha ha ha. Fann þetta líka fallega fólk á einhverri síðunni í nótt. Held hún heiti ugly people.com Pælið í hvað er að svona fólki? Eins gott að ég þekki bara hipp og kúl fólk sem lætur ekki ná sér á mynd í svona ástandi :-/


Sj�i� hva� �etta er myndarlegt f�lk. Nei, mamma hann er ekki minn!! Posted by Picasa

miðvikudagur, ágúst 10, 2005

AAAHHHH!!!

Í dag gerast hlutirnir!!! Er kannski kominn með íbúð í Tuborg. Og toppið þetta, hún er hliðina á skólanum! Haldiði að það verði ekki sofið fram á seinustu stund. En fæ senst að sjá myndir af henni í dag og í framhaldinu skrifað undir ef allt gengur eftir.
Haa, þetta virðist allt vera ganga:)

þriðjudagur, ágúst 09, 2005

Kominn aftur!!

Það byrjar ekki vel þetta blogg. Smá í byrjun og síðan ekki söguna meir!
En var senst að vinna alla helgina, þá meina ég allar mínar vökustundir og komst því ekki mikið í tölvu. Er núna á næturvöktum út þessa viku þannig að þið mínir dyggu lesendur fáið að fylgjast með geðsveiflunum sem þeim fylgja. Er á fullu að reyna redda öllu fyrir brottförina út sem styttist óðum í. Það eru bara 2 vikur í að ég fari af landi brott, takk fyrir! Vantar enn íbúð, veit ekki hvað gera skal við dótið í geymslunni, veit ekki hvernig ég á að flytja dótið út og þar fram eftir götunum. Reynsla mér eldri og vitrari óskast! Þeir sem hyggjast koma út í heimsókn verða helst að hringja á undan sér, veit ekki hvort ég geti boðið upp á gistingu ef ég bý hvergi:-/
Held ég þurfi að læra líka eitthvað þannig ekki búast við dagskrá strax frá lendingu og munið þið greiðið fyrir gistingu með mat og bjór. Þeir sem samþykkja þessa skilmála er gvuð velkomið að koma í heimsókn!
Og munið, ekki skipta um banka nema það sé verið að taka ykkur í r***gatið. Grasið er ekki alltaf grænna hinum megin og oft er betur heima setið en af stað farið!!!! (áfram SPVF)

miðvikudagur, ágúst 03, 2005

P.S.

Takið eftir að ég er á dönskum tíma. Haa tæknin í dag!!!!

ja er tæknin ekki frábær!

Heyrðu þetta virðist skila sér á veraldar vefinn. Nu mun ég deila með ykkur þrám mínum og vonum í lífinu sem sorgum og döprum dögum. (Greyið þið) Lét undan þrýstingi um að starta bloggi svo hægt væri að fylgjast með manni út í Tuborg í vetur. Engar áhyggjur, ég mun gleyma ykkur um leið og ég lendi á Kastrup. Já eða EKKI. Nema hvað, ekki lumar einhver á íbúð úti sem vantar pössun næstu fimm, sex árin? Nei, bara að pæla.
Nema hvað nú eru bara 3 vikur í brottför út, þannig hver ætlar að halda kveðjupartýið?
Gef ykkur smá stund í að íhuga það...

þriðjudagur, ágúst 02, 2005

Yes, it´s my first time too.... :-)

Jæja, einungis lítil prufa til að sjá hvort þetta virki. Það er nú ekki annað hægt en að kunna blogga á þessari öld tækninnar. Sparar mér líka símakostnaðinn úti í Tuborg.