mánudagur, október 31, 2005

Happy Halloween!



Hvað fer í gegnum huga manns sem vaknar svona á sunnudagsmorgni?
What, where, when og why me?
Hvað í ósköpunum getur valdið þessum útgangi á annars föngulegum fyr?

Það eru nokkrar samverkandi ástæður sem valda því:
1) Þekkja klikkað fólk sem finnst gaman að hræða mann með því að planta graskeri í rúmið manns. Mér brá bara svo!



2)Fara í íslendingapartý!!! Never a good idea. Hvað þá þegar halda á uppá hina amerísku halloween. Fólk þarf að mæta í búing þið skiljið...






3)Og að lokum, Spiderman er snarklikkaður


En fariði varlegaí dag, þið vitið aldrei hvað verður á vegi ykkar á Halloween.

sunnudagur, október 30, 2005

Til lykke med födelsesdagen!

Ég vil óska elskulegri móður minni til hamingju með afmælið í dag. Frúin er komin á þann aldur að tölur skipta ekki máli þannig þær verða ekki gefnar upp hér í dag. En vona að hún hafi það gott í bylnum fyrir vestan.

Afmæliskveðjur héðan úr Köben.

fimmtudagur, október 27, 2005

Nýr dagur!


Jæja vinir nær og fjær.

Nú er kominn nýr dagur. Gærdagurinn var ekkert of auðveldur og þó maður hafi látið á öðru bera. Það var pínlegt að vera hér en geta ekki verið heima með fjölskyldu og vinum sem saman komu heima á Flateyri til að minnast atburðanna fyrir 10 árum.
Sat hér í skólanum skjöktandi fyrir framan tölvuna og horfið á Kastljós og Ísland í dag sem voru með beinar útsendingar að vestan sem og viðtöl við flateyringa.

Nú þar sem maður er enn svo meyr þá vil ég vera smá væminn hér í fyrsta sinn.

Mér var bara hugsað til allra vina og fjölsyldunnar þegar ég fór í kirkju í gær og hvernig maður tekur því öllu sjálfsögðu að þau séu til staðar. Ragna "frænka" sem missti sína elstu dóttur í flóðinu sagði að maður ætti að passa hvernig maður skilur við fólk og hvað maður segir því þú veist ekki hvort það sé í hinnsta sinn sem maður sjái viðkomandi.

Ég er nú blessunarlega það heppinn að eiga marga góða vini og kunningja en mætti, eins og þeir sem mig þekkja, vera duglegri að hafa samband. En það þýðir ekki að mér sé ekki oft hugsað til ykkar því það er reyndin og sakna ykkar allra svakalega mikið.

Því vil ég bara segja ykkur öllum hvað mér þykir vænt um ykkur og vona að þið hafið það sem allra best og vonast til að hitta sem flesta von bráðar. Til dæmis að skipuleggja góða kvöldstund saman rétt fyrir jól þegar allir hafa tíma.

Jæja, búinn að ryðja þessu úr mér, þetta verður nú vonandi ekki svona væmið hér eftir, nema tilefni gefi til.

Lifið heil kæru vinir og kærar kveðjur hér úr Köben.

p.s. Ein svona "væmin" vinamynd sem var tekin á góðri stund fylgir með.

miðvikudagur, október 26, 2005

Minning



Í dag eru 10 ár frá því að mikið óveður lék minn heimabæ Flateyri. Við bræðurnir sváfum inni herbergi hjá mömmu því pabbi var á spítala fyrir sunnan og veðurhamurinn stóð upp á gluggana okkar. Um klukkan fimm um morgunin var hringt í mömmu og tilkynnt að eitthvað hræðilegt hefði gerst. Það sem eftir gerðist vita svo flestir.

Ljóð Guðmundar Inga Kristjánssonar frá Kirkjubóli í Bjarnardal, Önundarfirði sem hann orti eftir snjóflóðið á Flateyri 26. október 1995.

Við andvörpum hljóðlát en hugleiðim þó
hve höggið var mikið er byggðina sló.
Hún magnar sín áhrif svo orðlaus og sýr
sú allsherjar sorg er á Flateyri býr.

Og létt er að tárast á líðandi stund
og leita sem vinur á syrgjenda fund;
í harmanna tíbrá þau titra svo glöggt
þau tuttugu hjörtu sem brustu svo snöggt.

Við barnshjartað syrgjum er sviplega brast
og sjómannsins handtakið, öruggt og fast
og alla þá kosti sem fóru svo fljótt
í framhlaupi dauðans á skelfingarnótt.

Svo biðjum við Guð að hann gefi þann frið
sem græðir og líknar og una má við.
Og alþjóðar samúð sé sýnileg gjörð
í sorginni miklu við Önundarfjörð.

Guðmundur Ingi Kristjánsson f. 15. janúar 1907 d. 30. ágúst 2002

þriðjudagur, október 25, 2005


Það er ekkert slór að vera í skóla! Ég sé að Tinna mín er að fara yfir um heima með námið sem er að yfirbuga félagslífið hennar. Þetta er náttla orðið slæmt ástand þegar maður þarf að fara læra í ofan álag. Eins og það sé ekki nóg að mæta!
Mér dettur ekki í hug að gera eitthvað annað en námið hér því það færi fljótt út um þúfur. Ég meina mín hugðarefni eins og: lestur góðra bóka, líkamsrækt, jóga og að yrkja ljóð verða gjörsamlega undir hér í baráttunni við lærdóminn.

Ég nú t.d. búinn að vera á viku kúrs sem heitir að skissa í tré. Meget spændende. Sem sagt, pappírinn þykir svo dýr hér að við skissum beint í "the source" (Þið sem eruð ekki í ARKITEKT eins og ég, þá er pappír unnin úr tré)

Læt ég hér fylgja eina mynd af herlegheitunum sem tók viku að koma úr hausnum og í eitthvað haldbært.

Hei. Þið íslendingar erlendis sem þetta lesið þá er SSSSSnnilllldar þáttur í gangi á Skjá einum heima í vetur sem við erum að missa af. Plús það að vera missa af Silvíu Nótt, Survivor, O.C, Jay Leno, Popppunkt, Fólk með Sirrý........ En örvæntið eigi það er hægt að ná í þetta á s1.is og fá smá taste of home.

En þessi snilldarþáttur sem áður var minnst á er Íslenski bachelorinn!! Aha hahaha.
Þetta er náttla bara of fyndið. Einhver sveita durgur sem ráfaði um suðurlandið í 15 ár uns hann fann Selfoss og fór í ljós og litun. Smá uppsöfnuð *****fyllisgremja og hann fer í þátt þar sem hann er skilyrtur til að gifta sig bara fyrir einn *****. JE meina, ég hló af þessum bandaríska með desperat gellunum sem voru á seinasta séns að þær héldu. (þær voru svona 29) En heima eru gellurnar "ógisslega góar vinkonur sem semur bara geht vel þó við sjeum roosa ólíkar skilur, en það er bara gaman" HALLÓ, þið eruð að keppa um mjalltakonuna ekki í saumaklúbb.

Allavega sit ég hér oft í stofunni með headsettið á og horfi á tölvuna (meðan ég kannski ætti að vera skissa í tré) og blóta eða hlæ eins og hálfviti við mikla lukku samnemenda minna. Reyndar tók ég svo mikið hláturkast um daginn þegar ég var að horfa á viðtal við Silvíu Nótt í Kastljósi að þau komu og vildu sjá hvað var fyndið, þannig ég var kominn í það að þýða vitleysuna úr henni, milli þess sem ég hló. Reyndar fór í klessu þegar Silvía er spurð hvort hún sé með þátt út af "föður" sínum og hún fer aðeins hjá sér en svo: " Simmi, eeehh, ég sko hrein mey!"

Ímyndið ykkur mig að reyna þýða þetta en samt frussandi slefi af hlátur angist!

Allavega, ekki merkilegur póstur í dag en hér byrjaði líka veturinn í dag og allt er grátt og það rignir!!!

mánudagur, október 17, 2005

I´ve returned!

Jæja þá er minn snúinn heilu og höldnu aftur úr útlegðinni í Bretlandi. Þið fyrirgefið hvað það er langt síðan seinast en það hvort eð er les þetta enginn. Allavega kommenta bara hörðustu áhangendur. Þarf að fá teljara! Þið sem iðið í skinninu yfir að kommenta, setjið anonymos og skrifið stafa ruglið og vola! PlííííSSS!!!!

Nema hvað var senst í Bretlandi í námsferð mikilli. Þar sem arkitektúr heillar ykkur ekki verður lítið að honum komið en margt annað tók námsfús hugur minn inn og hér kemur lýsingin eftir besta minni.

Studytrip to England þýðir í handbók íslenskra lögfræðinema, stanslaust fyllerí á mismunandi stöðum og á mismunandi tímum dags, einstaka þynnka ef ekki nógu vel er haldið á drykkjunni og að lokum shopping spree í Topshop. England, lov it! (Ef þetta er ekki nógu góð ástæða til að sjá eftir að velja arkitektúr!)

Mæja er náttla bara fyndnust, og synd að leiðir okkar liggi ekki oftar saman.

Bretar eru ljótir framan af aldri, en eiga come back svona upp úr fertugu. NEma náttla þeir sem eru rauðhærðir og með freknur.(ca. 50 %)

Hún Heiðrún mín sem er náttla forkunna fögur er eins og rós í fífla beði. Eina samkeppnin er ekki ungar breskar menntaskóla píur heldur helst erlendir skiptinemar en þeir eru flestir boring og það verður seint sagt um okkur Íslendinga.

Þar sem ég er nú búinn að reyna bonda hér í Danmörku við land og þjóð í 6 vikur þá var batteríið búið þarna úti og reyndi sem minnst að kynnast innfæddum. Hékk á Heddu minni eins og mý á mykjuskán (Ok, kannski ekki besta lýsingin) og vinum hennar á Dormitoríinu hennar. Ég vil nú bara segja hér á prenti að langræknir fordómar mínir í garð fólks frá Nískalandi (Germany) voru hraktir þarna. Það var aktuelle (ATH þýska) splæst á mig af nískverja. I mean, WUNDERBAR. Das shöne aussicht, blaue himmel og allt það.

En ég vil bara þakka gestgjafa mínum henni Heiðrúnu kærlega fyrir höfðinglegar móttökur þennan stutta tíma að mér fannst. Heiðrún greyið hefur náttla talið þetta í mínútum, örmagna á athyglissýkinni í mér. Mar var náttla ekki lengi að gera sig heimakominn, skjótandi á fólk sem ég hafði hitt korteri fyrr og toppa með því að sturta bjór yfir gestgjafann. (Mis steig mig, IT HAPPENS!!)

En svo móðir mín fá nú ekki flog og láti opna nýju deildina á Vogi ári of snemma fyrir frumburðinn þá get ég glatt hana með því að ég er bara löngu vaxinn upp úr svona vitleysu. Ég er bannaður í Durham út af allt öðrum ástæðum en drykkju. Eitthvað um að það má ekki prófa að skjóta úr byssu inn á stað! Skil ekki. Ég sem spurði svo fallega.

En að öllu gamni slepptu var þetta meget sjovt, og mæli ég eindreigið með að fólk bregði sér af bæ og kíki til Drottingar í Englandi.

p.s. Allir verða að kaupa sér "Little Britain" dvd seríu 1 og 2 eða fá lánað hjá mér því þetta er það fyndnasta í heimi og nú kann ég alla brandaranna og vil geta fengið smá hlátur. I´m a laaadyyy..., I wan´t that one..., yeah I know..., I´m the only gay in the village..., Call me bubbles. darling...., Isn´t she pretty, very shaqable..., Is your nan really single?...,

ahhahahahhahahahahhhhhaaaahahhaha

þriðjudagur, október 04, 2005

Santa claus is coming to town!

Allt að gerast hjá manni. Ég veit ekki hvort það er bara gullfiska minni mitt eða hvort það er virkilega svona mikið að gerast þegar mar bor abroad. Það er allt klikk að gera í skolen (jeg er at practisera dansken svona in i mellem), það var aftur krítík í morgun og gekk barasta sona fínt. Þau bara segja við mig að det vera fint. En til að útskýra titilinn þá eru gleðigjafarnir Jakob og Solls að koma í dag og ætla vera fram á föstudag. Ég mun reyna að slíta mig frá námi eitthvað til að sýna þeim byen. Mar er jú kominn með danska kennitölu og því nánast innfæddur. Svo bara á laugardagsmorgun skunda ég til Lon og don. Það er nebbla frí í viku og hvert fer mar þá? Nú til Heddu sinnar sem er alein og yfirgefin með tannlausum, rauðhærðum og freknóttum bretum, ooojjj! Þannig hinn hávaxni,snoppufríði víkingur sem ég er ætla að koma henni til bjargar fram yfir helgi.

En verð að þjóta,
Jóli og álfurinn að lenda.

Venlig hilsen fra Tuborg