Aldarfjórðungur liðinn.
Keypti þennan forláta leðursófa fyrir krónur 500 danskar á loppemarked fyrir viku. Og svo nýja stofustássið, hvíta standöskubakkann. Maður býr eins og kóngur í dag og yfir fáu að kvarta. Ég fór með Hönnu, Guggu og Björgvin á staðinn eins og myndin sýnir(Björgvin á bakvið myndavélina). Var ekki alveg á því að panta flutningabíl undir sófann enda dýrt um helgar þannig við BJÖ ákváðum að bera hann bara heim á kollegi. Mar er nú ekki kallaður Arnór Massi fyrir ekki neitt.
Það er skemst frá því að segja að við gáfumst upp út á bílastæði fyrir utan markaðinn! Hanna var ekki lengi að bregðast við og vatt sér upp að næsta manni á skúffubíl og dílaði við hann að skutla mér og sófagarminum heim fyrir væga þóknun. Írakinn sá notaði líka tækifærið á leiðinni heim að bjóða mér hina ýmsustu heimilismuni og mublur og hafði ég ekki undan við að þakka öll gyllinboðin einungis vegna plássleysis.
En garmurinn er kominn heim í hús og prýðir sér vel innan um ikea draslið sem annars er að éta upp allt laust rými. Ikea er snilld en þessar mublur eru karakterlausar með öllu.
Vill ekki einhver fara að koma í heimsókn og taka út pleisið? Hér er serveraður frokost og aftensmad að miklum áhugakokki sem dreymir að fá michelindekk á hurðina!
...tek fram að í seinustu færslu var ég að reyna posta myndinni sem hér fylgir en e-ð fór úrskeiðis. Örvæntið eigi, ég hef ekki gengist á vit bláu handarinnar.
Það er búið að sjá í gegnum mann. Loksins einhver sem þorir að segja sannleikann. Það er sárt hvað þetta á vel við ekki satt!?
Hin mæta mey Guðbjörg Ragna Sigurjónsdóttir átti afmæli í gær og varð 25 ára. Ritsjórn bloggsins árnar henni heilla og vonar að hún og ektamaðurinn komi ósködduð úr skíðaferðinni í frönsku ölpunum ólíkt Dorrit okkar Mussajeff.
Hæ dyggu lesendur.