mánudagur, september 24, 2007

Aldarfjórðungur liðinn.


Jæja kæra fólk. Hér hefur ekki verið ritað í hálft ár þannig það er við hæfi að þegar ritstjórinn er tekinn við skriftir aftur beri það upp á þennan fína dag sem 24 september er.
Það var á þessu degi fyrir 25 árum sem móður mín rifnaði á milli við að únga út gleðigjafanum sem ég er og sér varla eftir því.
Þó hún hafi fundið til þann daginn var gleðin nú önnur 9 mánuðum áður eða í jólaboði 24 des hjá ömmu og afa. Enda hef ég alltaf verið mikið jólabarn og er nú farið að styttast í hátíðina miklu.
En í dag þegar ég er hálffullorðinn hálfungur ( I´m not a girl, not yet a woman!) á að vera njóta tímamótanna ligg ég með hita og beinverki uppí rúmi, ekki viss um hvort ég eigi að hafa hægðir eða kasta upp, liggja fyrir eða sitja uppréttur, vaka eða sofa.
Þannig fagnar lífið með mér fyrsta deginum sem ég á eftir ólifað.
Ég fann engar hrukkur nýjar í morgun eins og allir tala um þegar þeir verða 25 en það verður bara að bíða betru tíma.
En ég reikna með að vera bara heima á rúmstokk það sem eftir lifir dags og vorkenna mér eilítið yfir því að komast ekki út í blíðuna en get huggað mig við það að eftir akkúrat eina viku er ég að fljúga yfir eyjuna köldu á leið til Nýju Jórvíkur þar sem er 33 stiga hiti í dag.
Yfir og út og vonandi bloggar maður eitthvað örar núna.
mvh Arnór Brynjar

föstudagur, apríl 20, 2007

Vaya conmigo! Heja Norge.Keypti þennan forláta leðursófa fyrir krónur 500 danskar á loppemarked fyrir viku. Og svo nýja stofustássið, hvíta standöskubakkann. Maður býr eins og kóngur í dag og yfir fáu að kvarta. Ég fór með Hönnu, Guggu og Björgvin á staðinn eins og myndin sýnir(Björgvin á bakvið myndavélina). Var ekki alveg á því að panta flutningabíl undir sófann enda dýrt um helgar þannig við BJÖ ákváðum að bera hann bara heim á kollegi. Mar er nú ekki kallaður Arnór Massi fyrir ekki neitt.

Það er skemst frá því að segja að við gáfumst upp út á bílastæði fyrir utan markaðinn! Hanna var ekki lengi að bregðast við og vatt sér upp að næsta manni á skúffubíl og dílaði við hann að skutla mér og sófagarminum heim fyrir væga þóknun. Írakinn sá notaði líka tækifærið á leiðinni heim að bjóða mér hina ýmsustu heimilismuni og mublur og hafði ég ekki undan við að þakka öll gyllinboðin einungis vegna plássleysis.

En garmurinn er kominn heim í hús og prýðir sér vel innan um ikea draslið sem annars er að éta upp allt laust rými. Ikea er snilld en þessar mublur eru karakterlausar með öllu.

Vill ekki einhver fara að koma í heimsókn og taka út pleisið? Hér er serveraður frokost og aftensmad að miklum áhugakokki sem dreymir að fá michelindekk á hurðina!

...tek fram að í seinustu færslu var ég að reyna posta myndinni sem hér fylgir en e-ð fór úrskeiðis. Örvæntið eigi, ég hef ekki gengist á vit bláu handarinnar.

fimmtudagur, apríl 19, 2007


fimmtudagur, apríl 12, 2007

Busy miss Lizzy!


Er á haus í verkefni með krítík í fyrramálið og því er tilvalið að eyða tíma í að blogga.
Gleðifregnir eru þær helstar að ég er fluttur úr helvíti og til himnaríkis, eða því sem næst. Sem er bara gleði. Ætlaði reyndar að flytja fyrir páska en öfl úr öðrum heimi komu í veg fyrir það.
En það gjörði það að verkum að í staðinn fyrir að eyða páskunum í að koma sér fyrir og læra þá fór ég með Önnu minni dönsku út á Jótland í nokkra daga. Sem vægast sagt var barasta snilld.
Kom til baka í bæinn á sunnudag og fór þá beinustu leið í purusteik a la Gugga með brúnuðum jarðeplum og læti. Ég veit ekki hvort var brenndari puran eða andlitið á Björgvin. Þau ektaparið voru senst að koma úr ölpunum deginum áður.
Og til að toppa góða páska komu Jakob og Sollan úr Berlín og gistu eina nótt. Þessir 24 tímar sem þau stoppuðu voru nýttir vel að okkar sið.
En nú er sem sagt eymd og volæði í 25 tíma í viðbót og svo kærkomið helgarfrí.
Lét fylgja með mynd tekna af heimasætunni, í noregi hér í feb. Ef þessi fer ekki í jólakortið í ár þá veit ég ekki hvað!

mánudagur, apríl 02, 2007

Jahérna hér!

Það er búið að sjá í gegnum mann. Loksins einhver sem þorir að segja sannleikann. Það er sárt hvað þetta á vel við ekki satt!?

Hrútur (20. mars - 20. apríl): Þú ert óþolinmóður og fljótfær egóisti, góður að lofa öllu fögru, en fljótur að gefast upp og láta aðra þrífa upp skítinn. Þú ert keppnismaður og sérlega klár í að keppa við ranga aðila og slá tilgangslaus högg útí loftið. Þú ert kvikindi, en það hjálpar hversu einlægur, barnalegur og einfaldur þú ert.

Naut (20. apríl - 21. maí): Þú ert latur og þrjóskur, enda löngu staðnaður og fastur í sama farinu. Peningar og þægindi eru það eina sem þú hugsar um, enda háður nautnum, mat, sykri og skynörvandi efnum. Þú hreyfist ekki úr stað og selur sannfæringu þína hæstbjóðenda. Þú ert lítið betri en stífluð rotþró.

Tvíburi (21. maí - 20. júní): Þú ert eirðarlaus og yfirborðslegur, alltaf á hlaupum frá einu tilgangslausu verkefni í annað, með hundrað ókláruð járn í eldinum. Þú ert sí ljúgandi, enda sérfræðingur í að gefa loforð sem þú getur ekki staðið við. Vissulega ertu vel gefinn, en þú sóar hæfileikum þínum í blaður og óþarfa.

Krabbi (21. júní - 23. júlí): Þú þykist vera töff, en ert í raun aumingi og tilfinningasósa, og getur ekki talað og tjáð þig, nema með því að væla og kvarta. Þú ert fastur í fortíðinni og munt því fyrr en síðar kafna í drasli og gömlum minningum. Þegar þú reiðist þá fer allt í einn graut og upp blossar grimmd og hefnigirni. En svona dags daglega þá ertu fúll, þunglyndur og sjálfsvorkunnsamur.

Ljón (22. júlí - 23. ágúst): Þú ert eigingjarn og of upptekinn af eigin málum til að hafa áhuga á öðrum. Þú veist allt og hlustar ekki eða öskrar á andmælendur þína. Þú ert svo barnalegur, einlægur og trúgjarn, að það er augljóst að þú hefur aldrei fullorðnast. Þú ert latur, en þegar þú gerir eitthvað, þá gengur þú of langt.

Meyja (23. ágúst - 23. september): Þú ert einn leiðinlegasti maður í heimi, alltaf að kvarta, gagnrýna og skipta þér af fólki, en segir aldrei neitt sem gagnast öðrum. Þú ert alltaf á hlaupum, þykist vera duglegur, en gerir aldrei neitt af viti, ekki frekar en stormur í tebolla. Þú ert stressuð taugahrúga.

Vog (23. september - 22. október): Þú þykist vera ljúfur og vingjarnlegur, en ert í raun falskur og eigingjarn, brosir framan í fólk, en lýgur og ferð bakvið aðra. Það tekur þig óratíma að taka ákvaðanir, en þegar það loksins gerist, ertu óhagganlegur, enda of latur til að hugsa málin aftur og of upptekinn af því að smjaðra fyrir öðrum.

Sporðdreki (23. október - 21. nóvember): Þú ert frekur og valdasjúkur, færð einstök mál á heilann (þráhyggja) og ert því einhæfur og hundleiðinlegur. Þú ert ímyndunarveikur og tortrygginn, móðgast útaf engu og gerir úlfalda úr mýflugu. Lífið er annað hvort frábært eða ómögulegt. Þú ert eins og biluð plata, stöðugt að spila sama lagið.

Bogmaður (22. nóvember - 21. desember): Þú ert týpan sem grautar í öllu, en kann ekkert, enda alltaf á hlaupum úr einu í annað. Þú átt erfitt með að þekkja takmörk þín, ert agalaus, flýrð óþægindi og veist ekki hvernig þú átt að nýta hæfileika þína. Ef þú nærð tökum á einhverju, þá hleypur þú í verkefni sem þú ræður ekki við.

Steingeit (21. desember - 20. janúar): Þú ert stífur og vansæll vinnualki, fastur í tilgangslausum siðum og reglum, alltaf að skipta þér af öðrum og segja þeim að gera það sem þú getur ekki gert sjálfur. Þú ert snobbaður og þráir stöðutákn, enda með minnimáttarkennd sem þú heldur að hægt sé að breiða yfir með titlum og merkjavöru.

Vatnsberi (20. janúar - 19. febrúar): Þú ert sérvitur og skrýtinn, og alltaf svo langt á undan samtímanum að enginn skilur þig eða getur notað hugmyndir þínar. Vissulega ertu svalur, en þú ert svo sjálfstæður, ópersónulegur og hræddur við raunverulegan innileika, að þú ert í raun alltaf einn, frosinn í einskis manns landi. Týndur á skýi í háloftunum.

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.

föstudagur, mars 30, 2007

Til lykke med födelsesdagen!

Hin mæta mey Guðbjörg Ragna Sigurjónsdóttir átti afmæli í gær og varð 25 ára. Ritsjórn bloggsins árnar henni heilla og vonar að hún og ektamaðurinn komi ósködduð úr skíðaferðinni í frönsku ölpunum ólíkt Dorrit okkar Mussajeff.

Hefði nú öllu jafna skellt inn afmæliskveðju á réttum degi en svaf því miður af mér allan fimmtudaginn því ég var að vinna í skólanum frá klukkan hálf níu á miðvikudagsmorgni til hálf ellefu á fimmtudagsmorgni. Þurfti að skila glósum úr hönnunarsögubók sem er 500 bls. Og til að toppa leiðinindin þá þurfti að handskrifa herlegheitin. Ég get ómögulega hitt vinkonu mína Lóu Fimmboga í bráð!

En að öðru þá vil ég taka fram að veðrið hér í danaveldi er GREAT. Sól og hiti alla daga núna.

Ef einhverjum langar í helgarferð hingað þá leigir undirritaður út herbergi gegn vægu gjaldi.
Guiding included fyrir rétta aðila.

Svo að lokum er ein samviskuspurning! Er leim að finnast American Idol skemmtilegt? Ég meina Heiðrún elskar UK Porno og enginn dissar hana! Nei bara spyr?!

sunnudagur, mars 18, 2007

Hæ hér er ég.

Hæ dyggu lesendur.

Ég er búinn að missa alla löngun á bloggi eftir að hafa lesið ruglið sem er skrifað á hinar ýmsu bloggsíður landsins kalda.

Ég les þær, fussast og bölsótast út í skrifin en passa mig alltaf á að lesa síður hjá fólki sem ég fyrirfram veit að ég er ekki sammála. Meikar ekki sens en þetta geri ég. Enda vaknar pólitísk vitund mín sem aldrei fyrr þegar nálgast kosningar. Nú ætla ég ekki að starta áróðri hér enda veit ég að þeir fáu sem lesa mín skrif eru ekki áhugamenn um pólitík eða öndverðum meiði þegar kemur að tíkinni atarna.

En samt verð ég að segja um pólitík. Fótunum hefur verið kippt undan mér og ég veit ekki hverju ég á að treysta lengur. Mamma og pabbi hafa kosið íhaldið í gegnum súrt og sætt frá því þau fengu kosningarétt líkt og amma og afi heitinn en nú er komið nýtt hljóð í stokkinn eða skrokkinn eða hvað maður nú segir. Þau eru farin að tala vel um VG! Oft bregðast krosstré en herðatré!!! :) Hvað er í gangi þarna heima? Ég hef nú lengi reynt að draga þau í átt að miðju en fyrr má nú aldeilis fyrr vera. Það er ekki hægt að ganga neinu vísu lengur. Kannski endar þetta með því að ég kýs íhaldið til að vega uppi á móti múttu og pabs. Hvað veit maður?

En nóg um pólitík. Aldrei verið til vinsældarauka þegar ég hef raust mína um hana.

Ég er ennþá með þessar grillur í hausinum um að ég sé hommi. Þetta feis virðist ekki vera að líða hjá. Muniði þegar maður tók feisin og sagði alltaf "ýkt kúl" eða "geehht flott". Það leið tiltölulega fljótt yfir en homofilan virðist ætla að skjóta rótum.

Heiðrún kom reyndar í heimsókn um liðna helgi og reyndi að snúa mér enn eina ferðina. Hún gefst ekki upp stúlkan sú. Nei þýðir NEI, Heiðrún. Get over it, skilurru!

Fór líka upp til Noregs í febrúar að heimsækja Kobbaling og Solluna hans. Skítkalt úti en ástarfuni innan dyra. Solla meira að segja bauðst til að bera barn mitt undir belti sér. Hún er einkar gestrisin stúlkan sú. Það eina sem Jakob gerði var að prumpa á mig. Hann er kúkalabbi! (samt skemmtilegur kúkalabbi!)

Ég er að fara flytja úr Gettóinu sem ég bý í núna og fara á Öresundið til Guggu minnar og ektamans hennar hans BJÖGGA. ;) Það verður himnaríki að losna héðan enda er þetta eins og stanslaus endursýning á heimavist MA fyrir 6 árum. KRÆST hvað ég hef fengið nóg af 19 ára fullum únglingum! Þau eiga eftir að uppgötva að það er miklu skemmtilegra að drekka sig rænulausan alone on a Friday í staðinn fyrir þennan djössans hamagang alltaf hreint.

over and out